Landslið
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um næstu helgi

Breytingar hafa orðið á áður tilkynntum æfingatímum

7.4.2008

Landsliðsþjálfararnir, Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa sína sem mæta á úrtaksæfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Breytingar hafa orðið á áður tilkynntum æfingatímum.

Næsta verkefni U17 er Opna Norðurlandamótið sem hefst í lok júní. Fyrir mótið mun liðið væntanlega koma saman eina æfingahelgi í Reykjavík í júní og síðan æfa síðustu 3 dagana fyrir mótið.

Næsta verkefni U19 eru milliriðlar EM sem fram fara í Belgíu 23.-30. apríl.  Stefnt er að því að liðið æfi eins og kostur er síðustu dagana fyrir þá ferð.

Úrtakshópur U17

Úrtakshópur U19


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög