Landslið
KSÍ - Alltaf í boltanum

Dregið í riðla á Norðurlandamóti U16 kvenna

Mótið fer fram hér á landi í sumar og verður leikið á Suðurlandi og á Reykjanesi

4.4.2008

Dregið hefur verið í riðla í Norðurlandamóti NMU16 kvenna sem fram fer hér á landi næsta sumar og ennfremur hafa leikvellir verið ákveðnir.  Íslenska liðið leikur í A-riðli með Þýsklandi, Danmörku og Noregi og fer sá riðill fram á Suðurlandi.    Leikið verður á Selfossi, Hvolsvelli og í Þorlákshöfn. 

Í B-riðli eru Svíþjóð, Finnland, Frakkland og Holland og fer sá riðill fram á Reykjanesi.   Leikið verður í Sandgerði, Njarðvík, í Garðinum og Keflavík. 

Leikir um sæti fara fram í Reykjavík og nágrenni. 

A riðill

B riðill


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög