Landslið
Rúnar Kristinsson í sínum síðasta landsleik gegn Ítölum á Laugardalsvelli 2004

Rúnar Kristinsson heiðraður fyrir 100 landsleiki

Fékk afhent viðurkenningarskjal og málverk eftir Tolla

17.12.2007

Rúnar Kristinsson var heiðraður af Knattspyrnusambandi Íslands í kvöld fyrir að vera fyrstur til þess að spila 100 A-landsleiki.  Rúnar fékk afhent viðurkenningaskjal og málverk, sérstaklega málað fyrir þetta tilefni af listmálaranum Tolla.

Rúnar Kristinsson lék 104 landsleiki fyrir A-landslið karla.  Fyrsta A-landsleikinn lék hann 28. október 1987, þá 18 ára gamall, þegar hann kom inn á sem varamaður í leik gegn Sovétríkjunum.  Hundraðasti leikurinn var gegn Litháen á útivelli, 11. júní 2003.  Lauk leiknum með sigri Íslendinga 0-3. 

Sinn 104. og síðasta landsleik lék hann 18. ágúst 2004 á Laugardalsvelli þegar að 20.204 áhorfendur sáu Íslendinga leggja Ítala með tveimur mörkum gegn engu.  Rúnar lék 39 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og eru því landsleikirnir 143 alls.

Rúnar Kristinsson og frú með málverkið góða

Eftir langan og farsælan atvinnumannaferil kom Rúnar til Íslands á árinu og lauk ferlinum með KR.  Hann hefur nú lagt skóna á hilluna en hefur síður en svo sagt skil við knattspyrnuna þar sem hann er yfirmaður knattspyrnmála hjá KR.

Mynd: Rúnar Kristinsson og kona hans, Erna María Jónsdóttir, með málverkið eftir Tolla.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög