Landslið
Áfram Ísland!

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum

Hægt að kaupa miða á leikinn í upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum

26.10.2007

Íslendingar sækja Dani heim á Parken í Kaupmannahöfn og fer leikurinn fram miðvikudaginn 21. nóvember og hefst kl. 20:00 að staðartíma.  Áfram Ísland klúbburinn verður með upphitun fyrir leikinn en rúmlega 1000 miðar hafa verið seldir til Íslendinga á þennan leik í gegnum KSÍ.  Einhverjir miðar eru ennþá eftir og geta Íslendingar keypt miða á upphitun Áfram Ísland klúbbsins. 

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Áfram Ísland klúbbnum:

Áfram Ísland stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur skipulagt upphitun fyrir leik Dana og Íslands miðvikudaginn 21 nóvember í samvinnu við Icelandair.

Nú er að enda mótið með stæl og vinna frændur okkar Dani á útivelli.

Upphitunin hefst um kl: 14.00 þar sem allir geta dressað sig upp með Áfram Ísland varningi og fengið andlitmálningu.

Áfram Ísland diskurinn mætir með öll helstu stuðningsmannalögin til að koma öllum í réttan gír.

Töflufundurinn byrjar klukkan 17.30 þar sem verður farið yfir leikskipulag íslenska liðsins og byrjunarliðið.

Pantaðar verða rútur og leigubílar fyrir þá sem vilja, einnig verður farið yfir lestaráætlun.

Leikurinn byrjar kl 20 á staðartíma og er fyrirhugað að vera komin út á völl 30-60 mín fyrir leik.

Upphitunin fer fram á stað sem heitir Club Renomé á Vesterbrogade 2e 1620 kbh.

Heimasíða staðarins er: www.clubrenome.dk Það er Íslendingur sem rekur og á staðinn.

Stuðningsmenn eru einnig hvattir að koma á sama stað strax eftir leik. 

Áfram Ísland

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög