Landslið
Landslag í Liechtenstein

Byrjunarliðið gegn Liechtenstein tilbúið

Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Sýn

17.10.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Liechtenstein í kvöld.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2008 og hefst kl. 18:00 á Rheinpark Stadion.

Byrjunarliðið:(4-3-3):

Markvörður: Árni Gautur Arason

Hægri bakvörður: Kristján Örn Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Hermann Hreiðarsson

Miðverðir: Ívar Ingimarsson og Ragnar Sigurðsson

Tengiliðir: Arnar Þór Viðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.

Sóknarmenn: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði og Emil Hallfreðsson.

Aðstæður eru hinar ágætustu og rúmlega 20 stiga hiti í dag í Vaduz.  Búningastjórinn, valmennið Björn Ragnar Gunnarsson, gaf sér tíma frá önnum sínum til þess að þramma í nokkur hundruð metra hæð.  Þar mundaði hann símtæki sitt til myndatöku og leyfði okkur að njóta afrakstursins.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög