Landslið
Liechtenstein með augum búningastjórans, Björns Ragnars Gunnarssonar

Landsliðið mætt til Liechtenstein

Leikið við heimamenn á morgun, miðvikudag, kl. 18:00

16.10.2007

Íslenska karlalandsliðið leikur gegn Liechtenstein á morgun í undankeppni EM 2008.  Leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst leikurinn kl. 18:00 en útsending hefst 17:40.

Landsliðið er mætt til Liechtenstein og unir sér vel við góðar aðstæður.  Viðrar vel á strákana en hitinn er um 20 stig í þessu fjallaríki.  Landsliðshópurinn fór í gönguferð með menningarívafi í dag undir öruggri leiðsögn menningar- og göngugarpsins Björns Ragnars Gunnarssonar búningastjóra.  Supu menn í sig söguna og fjallaloftið sem mun vonandi nýtast mönnum vel í undirbúningnum fyrir leikinn á morgun.

Hluti af hópnum gerir sig kláran fyrir menningar- og gönguferð í Liechtenstein

Símamyndir: Björn Ragnar Gunnarsson


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög