Landslið
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

U21 karla leikur gegn Austurríki í dag

Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og hefst kl. 15:00

16.10.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur í dag við Austurríki og er leikurinn liður í riðlakeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og hefst kl. 15:00.  Austurríkismenn hafa byrjað vel í riðlinum og sitja í efsta sæti.

Byrjunarliðið:(4-4-2)

Markvörður: Haraldur Björnsson

Hægri bakvörður: Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Miðverðir: Hallgrímur Jónasson og Heimir Einarsson

Varnartengiliður: Eggert Gunnþór Jónsson

Tengiliðir: Bjarni Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason

Sóknartengiliður: Theódór Elmar Bjarnason

Framherjar: Rúrik Gíslason og Kjartan Henry Finnbogason

Íslendingar hafa leikið 3 leiki til þessa í riðlinum og eru með 2 stig.  Vekja ber athygli aftur að leiktímanum, sem er óvenjulegur, en leikurinn hefst kl. 15:00 í dag.

Hópurinn

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög