Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Tap gegn Lettum í Laugardalnum

Eiður Smári skoraði 2 mörk og bætti markamet Ríkharðs Jónssonar

13.10.2007

Óskabyrjun Íslendinga gegn Lettum í dag dugði skammt því að Lettar sigruðu Íslendinga í undakeppni EM með fjórum mörkum gegn tveimur.  Íslendingar komust yfir strax á 4. mínútu þegar að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eftir góða sókn. Eiður Smári bætti þar með markamet Ríkharðs Jónssonar en Eiður hefur nú skorað 19 mörk 48 leikjum, því hann gerði 2 mörk í þessum leik.

Það voru Lettar sem tóku svo við markaskoruninni í fyrri hálfleiknum því á 10 mínútna kafla skoruðu þeir þrjú mörk.  Tvö þeirra komu eftir hornspyrnu og eitt beint úr aukaspyrnu.  Eftir góða byrjun hafði leikurinn snúist Lettum algerlega í hag og gengu þeir til hálfleiks með tveggja marka forystu.

Byrjun síðari hálfleiks var ekki sú sem Íslendingar óskuðu sér því að strax á 46. mínútu skoruðu Lettar fjórða mark sitt og heldur betur á brattann að sækja fyrir Íslendinga.  Þeir svöruðu samt kalli og á 52. mínútu skoraði Eiður Smári sitt annað mark í leiknum með góðu skoti.  Lettar vörðust skynsamlega það sem eftir lifði leiks og gekk Íslendingum illa að brjóta á bak aftur varnarmúr þeirra.  Þeir voru einnig hættulegir í skyndisóknum sínum en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki það sem eftir lifði leiks. Næstur því  var Brynjar Björn Gunnarsson en markvörður Letta varði þrumuskot hans á glæsilegan hátt.

Tap því staðreynd en Íslendingar leika aftur á miðvikudaginn  þegar þeir leika gegn Liechtenstein á útivelli.

Eiður Smári Guðjohnsen bætti markamet Ríharðs Jónssonar með því að skora tvö mörk gegn Lettum í október 2007


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög