Landslið
UEFA

Sigur hjá U17 karla og U19 kvenna

Stelpurnar í U19 sigruðu í sínum riðli og eru komnar í milliriðil

2.10.2007

Tvö ungmennalandslið Íslands innbyrtu sigur í dag í riðlakeppni EM en þetta voru U17 karla og U19 kvenna.  Strákarnir höfnuðu í þriðja sæti síns riðils en stelpurnar í U19 sigruðu í sínum riðli með fullt hús og eru komnar í milliriðla.

Strákarnir lögðu Litháen í dag og skoraði Ólafur Karl Finsen mark Íslendinga í fyrri hálfleik.  Íslendingar voru sterkari aðilinn í leiknum í dag en náðu samt sem ekki að bæta við fleiri mörkum.  Íslensku strákarnir enduðu því í þriðja sæti riðilsins.

Stelpurnar í U19 sigruðu í sínum riðli þar sem þær sigruðu í öllum sínum leikjum.  Í dag voru það heimastúlkur í Portúgal er voru lagðar að velli 3-2.  Staðan í hálfleik var 3-1 og voru það Elínborg Ingvarsdóttir, Laufey Björnsdóttir og Jóna Kristín Hauksdóttir sem skoruðu mörk Íslendinga.´

Þær hafa tryggt sér sæti í milliriðlum en riðlarnir verða leiknir 24. - 29. apríl.  Tuttugu og fjórar þjóðir eru í milliriðlunum og verður þjóðunum skipt í sex riðla.  Sigurvegarar hvers riðils komast í úrslitakeppnina ásamt þeirri þjóð er bestan árangur hefur í 2. sæti.  Þessar sjö þjóðir leika í úrslitakeppninni ásamt gestgjöfum Frakka.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög