Landslið

Sigurmark Eistlands í blálokin

18.8.2004

U21 landslið karla tapaði í dag 1-2 gegn heimamönnum í Eistlandi í vináttulandsleik. Eistlendingar leiddu í fyrri hálfleik, en Hörður Sveinsson jafnaði metin fyrir okkar pilta í þeim síðari. Heimamenn skoruðu síðan sigurmarkið á lokamínútum leiksins. Leikurinn var frumraun Eyjólfs Sverrissonar með íslenska liðið.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög