Landslið
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal

Leikurinn hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma

12.3.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Portúgal í dag á Algarve Cup.  Þetta er síðasti leikurinn í riðlinum en einnig verður leikið um sæti.  Leikurinn hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma og verður hægt að sjá leikinn á Ölver/Wembley í Glæsibæ.

Byrjunarlið (4-4-2)

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Erna B. Sigurðardóttir

Vinstri bakvörður: Dóra Stefánsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Vinstri kantur: Rakel Logadóttir

Tengiliðir: Eddar Garðarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir

Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir og Anna Björg Björnsdóttir

Til stóð að leikurinn yrði sýndur á Eurosport en af því verður ekki.  Leikurinn er sýndur í sjónvarpi í Portúgal og vitað er að hægt er að sjá leikinn á Ölver/Wembley í Glæsibæ.

Eins og áður hefur komið fram koma dómarar mótsins úr öllum heimshornum en á mótinu eru þeir dómarar sem koma til greina sem dómarar á HM í Kína.  Dómarinn í leik Portúgal og Íslands kemur frá Indlandi og heitir Bentla D´Coth.  Henni til aðstoðar eru þær Já Daw Kaw frá Myanmar og Kyong Min Kim frá Kóreu.  Fjórði dómari leiksins er Estela Alvarez frá Argentínu en hún dæmdi leik Íslands og Ítalíu.

Sigur í þessum leik gefur íslenska liðinu von um að mæta sterkum andstæðingi í leik um sæti.  Það er þó háð því að Írar vinni ekki sinn leik gegn Ítalíu.  Ef þetta gengur eftir verða andstæðingarnir Kína, Þýskaland eða Finnland.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög