Landslið
Úthlutun úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ.  Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu hlaut styrk upp á milljón króna

KSÍ hlýtur styrk úr Afrekskvennasjóði

Fyrsta úthlutun úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ

20.2.2007

Í dag var í fyrsta skiptið úthlutað úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ. KSÍ fær eina milljón króna vegna undirbúnings og þátttöku kvennalandsliðsins í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Finnlandi 2009.

Afrekskvennasjóður Glitnis og ÍSÍ er nýr sjóður sem hefur það að markmiði að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stofnframlag Glitnis í sjóðinn var 20 milljónir króna. Í stjórn sjóðsins sitja þær Svafa Grönfeldt, Vanda Sigurgeirsdóttir og Vala Flosadóttir.

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu fær eina milljón króna er sem stendur kvennalandsliðið í 21. sæti heimslistans og 14. sæti Evrópulistans. Liðið hefur á undarnförnum árum verið nálægt því að komast í úrslit stórmóta. Keppist liðið við að ná einu af ellefu lausum sætum í úrslitakeppninni.

Það voru þær Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSÍ og Katrín Jónsdóttir landsliðskona sem veittu styrknum móttöku fyrir hönd KSÍ.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög