Landslið
UEFA

U17 kvenna leikur í Slóveníu

Leika við heimastúlkur, Úkraínu og Lettland í fyrstu riðlakeppni EM í þessum aldursflokki

19.2.2007

Í dag var dregið í riðlakeppni fyrir EM hjá U17 kvenna en þetta er í fyrsta skiptið sem keppnin er haldin í þessum aldursflokki.  Ísland er í fjórða riðli og leika gegn Úkraínu, Slóveniu og Lettlandi.

Riðillinn er leikinn í Slóveníu og verður líklega leikinn um miðjan september.  Siguvegari hvers riðils kemst áfram ásamt þeim sex þjóðum sem verða með bestan árangur í öðru sæti. 

EM U17 kvenna


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög