Landslið
U21 landslið karla

Riðlarnir klárir fyrir EM U21 karla

Leikið við Belgíu, Slóvakíu, Austurríki og Kýpur

13.2.2007

Í dag var dregið í riðla fyrir riðlakeppni EM U21 karla 2007-2009.  Úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð og af því tilefni var dregið í Stokkhólmi.  Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og lenti í riðli með Belgíu, Slóvakíu, Austurríki og Kýpur.

Alls eru riðlarnir tíu talsins og komast sigurvegarar hvers riðils áfram ásamt þeim fjórum þjóðum sem hafa bestan árangur í öðru sæti riðlanna.  Leika þessar fjórtán þjóðir aukaleiki um sjö sæti í úrslitakeppninni.  Gestgjafar úrslitakeppninnar, Svíar, skipa svo áttunda sætið.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög