Landslið
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi

U19 kvenna leikur við England í Akraneshöllinni kl. 18:00

21.11.2006

Í dag kl. 18:00 mætast Ísland og England í vináttulandsleik hjá U19 kvenna.  Leikurinn fer fram í hinni nýju Akraneshöll og er aðgangur ókeypis á leikinn.  Þjóðirnar mætast öðru sinni á fimmtudaginn kl. 20:00 í Egilshöll.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag.

Markvörður er Petra Lind Sigurðardóttir og aðrir leikmenn eru:

Elínborg Ingarsdóttir, Hlín Gunnlaugsdóttir, Anna Garðarsdóttir, Guðrún Erla Hilmarsdóttir fyrirliði, Kristrún Kristjánsdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir, Björg Magnea Ólafs, Guðný Björk Óðinsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Laufey Björnsdóttir.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög