Landslið
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Leikið við England í Akraneshöllinni í dag kl. 18:00

U19 kvenna leikur tvö leiki við England á þriðjudag og fimmtudag

20.11.2006

Framundan eru tveir vináttulandsleikir hjá íslenska U19 landsliði kvenna við England.  Fyrri leikurinn er leikinn í hinni nýju Akraneshöll, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 18:00.  Sá seinni er í Egilshöllinni, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20:00.

Er þetta í fyrsta skipti sem að landsleikur fer fram í Akraneshöllinni en hún var vígð í síðasta mánuði.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt hópinn er tekur þátt í þessum tveimur leikjum.

Hópur

Þessir vináttulandsleikir eru góður undirbúningur fyrir íslenska liðið en liðið leikur í úrslitakeppni EM á heimavelli í júlí 2007.

Dómarar leiksins á Akranesi verða:

Dómari: Örvar Sær Gíslason

Aðstoðardómari 1: Valgeir Valgeirsson

Aðstoðardómari 2: Guðmundur Valgeirsson

Fjórði dómari: Sævar Jónsson

Áhorfendur eru hvattir til þess að koma og hvetja stelpurnar gegn sterku ensku liði.  Aðgangur á leikina er ókeypis.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög