Landslið
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar U17 kvenna á Norðurlandi

Æfa tvisvar í Boganum sunnudaginn 26. nóvember

15.11.2006

Sunnudaginn 26. nóvember munu verða haldnar úrtaksæfingar hjá U17 kvenna í Boganum á Akureyri.  Tvær æfingar verða þennan dag undir stjórn Kristrúnar Lilju Daðadóttur landsliðsþjálfara.

Félög á Norðurlandi eru beðin um að senda ábendingar um efnilega leikmenn (fæddar 1990 og 1991) á klara@ksi.is  (nafn, fæðingarár og leikstaða).

Í janúar mun Kristrún svo halda úrtaksæfingar á Austurlandi, nánar tiltekið í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög