Landslið
U17 landslið karla á NM 2005

U17 karla hefja leik í dag

Búið að tilkynna byrjunarliðið sem mætir Finnum í dag

31.7.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið hefur leik á Norðurlandamótinu í Færeyjum í dag.  Fyrsti leikur þeirra er við Finna og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma.  Danir og Færeyingar eru einnig í riðli með Íslendingum.

Leikið verður við Dani á morgun, þriðjudaginn 1. ágúst og við heimamenn 3. ágúst.  Leikir um sæti fara svo fram laugardaginn 5. ágúst.

Lúka Kostic hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Finnum og er það eftirfarandi:

Markvörður: Vignir Jóhannsson

Vinstri bakvörður: Kristinn Jónsson

Hægri bakvörður: Magnús Helgason

Miðverðir: Frans Elvarsson og Eggert Rafn Einarsson fyrirliði

Vinstri kantur: Kolbeinn Sigþórsson

Hægri kantur: Kristinn Steindórsson

Tengiliðir: Hólmar Örn Eyjólfsson, Brynjar Benediktsson og Björn Jónsson

Framherji: Viktor Unnar Illugason

NM U17 A-riðill

NM U17 B-riðill


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög