Landslið
Emil Hallfreðsson er í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra

Leikurinn byrjar kl. 18:15 á Akranesvelli

1.6.2006

Lúka Kostic landsliðsþjálfari U21 karla hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Andorra á Akranesvelli kl. 18:15.  Stillt er upp í leikaðferðina 4-3-3 og stefnt á að brjóta vörn Andorra á bak aftur en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli.

Byrjunarliðið (4-3-3)

Markvörður
Hrafn Davíðsson

Hægri bakvörður
Pálmi Rafn Pálmason

Vinstri bakvörður
Gunnar Þór Gunnarsson

Miðverðir
Ragnar Sigurðsson og Baldur Sigurðsson

Varnartengiliður
Davíð Þór Viðarsson

Tengiliðir
Bjarni Þór Viðarsson og Theódór Elmar Bjarnason

Framherjar
Birkir Bjarnason, Guðjón Baldvinsson og Emil Hallfreðsson

Knattspyrnuáhugamenn eru hvattir til þess að mæta á leikinn upp á Skaga og styðja strákana til sigurs.   Aðgangur á leikinn er ókeypis og hann hefst, eins og áður sagði, kl. 18:15.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög