Landslið
Heimsmeistarakeppnin 2006

Enn hægt að fá miða á HM 2006 á netinu

Næsta þrep sölunnar hefst 1. maí

24.4.2006

Ennþá eru eftir miðar á HM 2006 í Þýskalandi sem hefst 9. júní.  Fimmta þrep söluferlis FIFA hefst 1. maí en einungis er hægt að kaupa miða á sérstakri HM síðu FIFA.

Þeir sem vilja krækja sér í miða á þennan stórviðburð eru því hvattir til þess að kynna sér málin á síðunni.  Salan, er hefst 1. maí, er með fyrirkomulaginu "Fyrstur kemur, fyrstur fær" og verður því áreiðanlega handagangur í öskjunni á þessum frídegi verkalýðsins.

Miðasöluvefur FIFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög