Landslið
Reykjaneshöll

Úrtaksæfingar U16 liðs karla um helgina

Vel á fjórða tug leikmanna boðaðir á æfingarnar

13.3.2006

Vel á fjórða tug leikmanna hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla um næstu helgi - dagana 18. og 19. mars.  Æft verður í Reykjaneshöll og Egilshöll undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara liðsins.

Í hópnum eru að mestu leikmenn frá Suður- og Vesturlandi, en í lok janúar voru 35 leikmenn frá félögum á Norður- og Austurlandi boðaðir á æfingar í Boganum á Akureyri, auk þess sem 36 leikmenn frá Suður- og Vesturlandi voru á æfingum í nóvember síðastliðnum.

Rúmlega 60 leikmönnum verður síðan boðið á úrtökumót KSÍ í ágúst og verður að mestu um að ræða leikmenn úr fyrrgreindum þremur æfingahópum.

Æfingahópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög