Landslið
Hólmfríður Magnúsdóttir er í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi á Carrow Road

Stillt upp í leikkerfið 4-5-1

9.3.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Englendingum, en liðin mætast í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich kl. 19:45 í kvöld, fimmtudagskvöld.

Vallaraðstæður á Carrow Road eru erfiðar, en úrhellisrigning er á leikstað og völlurinn þegar orðinn mjög blautur.

Stillt er upp í fjögurra manna vörn með tvo varnarsinnaða miðtengiliði og sókndjarfan tengilið þar fyrir framan.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður:

Þóra B. Helgadóttir (fyrirliði)

Hægri bakvörður:

Guðlaug Jónsdóttir

Vinstri bakvörður:

Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir:

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir

Miðtengiliðir:

Katrín Jónsdóttir og Edda Garðarsdóttir

Hægri kantmaður:

Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantmaður:

Hólmfríður Magnúsdóttir

Sóknartengiliður:

Olga Færseth

Framherji:

Margrét Lára Viðarsdóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög