Landslið
Byrjunarliðið gegn Englendingum á Laugardalsvelli 2002

Aldrei unnið England í A landsleik kvenna

Eitt jafntefli í sjö leikjum

7.3.2006

A landslið kvenna mætir Englendingum í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich á fimmtudag og hefst leikurinn kl. 19:45 að íslenskum tíma.  Íslenska liðinu hefur aldrei tekist að vinna sigur á því enska, í sjö viðureignum. 

Einu sinni hafa liðin gert jafntefli, en það var í umspili um sæti í lokakeppni HM.  Liðin gerðu þá 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli fyrir framan tæplega 3.000 áhorfendur, en enska liðið vann síðari leikinn með einu marki gegn engu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög