Landslið

Upp um þrjú sæti á FIFA-listanum

27.8.2003

Ísland hefur hækkað um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA frá því hann var síðast gefinn út, er nú í 56. sæti. Engin breyting er á efstu þremur sætum, Brasilíumenn eru efstir, Frakkar í öðru sæti og Spánverjar í því þriðja. Þjóðverjar, mótherjar Íslands í Reykjavík 6. september og Hamborg 11. október, falla um tvö sæti og eru nú í því tíunda.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög