Landslið
Knattspyrnusamband Hollands

Leikið gegn Hollandi í Zwolle

125 kílómetra frá Amsterdam

23.11.2005

A landslið kvenna mætir Hollandi í vináttulandsleik 12. apríl á næsta ári og hefur leikstaður nú þegar verið ákveðinn, sem og leiktíminn.  Leikurinn fer fram á Oosterenk leikvanginum í Zwolle, sem tekur tæplega 7.000 manns í sæti og er í um 125 kílómetra fjarlægð frá Amsterdam.

Íslenska liðið heldur til Hollands á þriðjudeginum 11. apríl og kemur til baka á fimmtudeginum 13. apríl.  Leikurinn fer fram á miðvikudeginum 12. apríl, sem fyrr segir, og hefst kl. 19:00 að staðartíma.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög