Landslið
EM U17 landsliða karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum

Þrjár breytingar frá leiknum gegn Svíum

27.9.2005

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá liðinu sem hóf leikinn gegn Svíum á sunnudag. Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og íslenska liðinu dugir jafntefli til að komast áfram í milliriðil.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Haraldur Björnsson.

Hægri bakvörður: Runólfur Sveinn Sigmundsson.

Vinstri bakvörður: Jósef Kristinn Jósefsson.

Miðverðir: Fannar Þór Arnarsson og Björn Ingi Hermannsson.

Tengiliðir: Guðmundur Kristjánsson og Ranf Andri Haraldsson.

Hægri kantur: Aron Einar Gunnarsson.

Vinstri kantur: Guðmundur Reynir Gunnarsson, fyrirliði.

Sóknartengiliður: Björn Jónsson.

Framherji: Gylfi Þór Sigurðsson.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög