Landslið
EM U17 landsliða karla

Jafntefli gegn Svíum hjá U17 karla

Jöfnuðu leikinn tvisvar

25.9.2005

U17 landslið karla gerði í morgun 2-2 jafntefli við Svía í öðrum leik sínum í undanriðli Evrópukeppninnar.

Svíar gerðu fyrsta mark leiksins á 33. mínútu og leiddu í hálfleik.  Björn Jónsson jafnaði leikinn í byrjun síðari hálfleiks, en Svíar skoruðu aftur stuttu síðar.  Það var svo Gylfi Þór Sigurðsson sem jafnaði leikinn aftur og lauk leiknum 2-2. 

Íslenska liðið átti í fullu tré við Svíana, átti fleiri færi og hefði vel getað tryggt sér sigur, en jafntefli var niðurstaðan.

Síðasti leikur íslenska liðsins er á þriðjudag gegn Tékkum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög