Landslið
Kastrup-flugvöllur í Kaupmannahöfn

Farangursvandræði hjá A landsliði kvenna

Allur farangur varð eftir í Kaupmannahöfn

23.9.2005

A landslið kvenna lenti í vandræðum á leið sinni til Tékklands til að leika við heimamenn í undankeppni HM.  Allur farangur liðsins varð eftir á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, en mun væntanlega skila sér til Tékklands síðar í dag.

Þessi vandræði munu væntanlega trufla undirbúning liðsins að einhverju leyti og mun önnur æfing liðsins í dag væntanlega falla niður af þessum sökum.  Hópurinn mun að öðru leyti halda sínu striki og haga undirbúningi fyrir leikinn eins og best verður á kosið.

Leikur Íslands og Tékklands á laugardag fer fram í Kravare og hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands verður væntanlega tilkynnt á laugardagsmorgunn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög