Landslið
Erla Hendriksdóttir

Kveðjuleikur Erlu Hendriksdóttur

Hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna

22.9.2005

Erla Hendriksdóttir, önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur ákveðið að leggja skóna í hilluna í haust og því verður leikur Íslands gegn Tékkum í undankeppni HM 2007 á laugardag kveðjuleikur Erlu.

Erla Hendriksdóttir hefur leikið 54 leiki með A landsliði Íslands.  Hún hefur borið fyrirliðabandið í 8 leikjum og skorað 4 mörk.

Fyrsti leikur Erlu var 30. september 1995 á Akranesvelli er Ísland og Frakkland gerðu 3-3 jafntefli í undankeppni EM, að viðstöddum 200 áhorfendum.

Erla lék 20 leiki með U21 landsliðinu og skoraði 1 mark og 6 leiki með U17 landsliðinu.

Ein leikjahæsta knattspyrnukona landsins

Hér á landi hefur Erla einungis leikið með Breiðabliki.  Hún lék þar síðast sumarið 2004 og er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með félaginu.

Erla er ein leikjahæsta knattspyrnukona landsins.  Fyrir þetta tímabil var hún búin að leika 225 leiki með Breiðabliki, FB, FVK og Skovlunde.  Einungis Sigurlín Jónsdóttir hafði leikið oftar, 233 sinnum.

Leikur Íslands og Tékklands fer fram í Kravare í Tékklandi á laugardag og hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Landsliðið gegn Tékkum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög