Landslið

A landslið kvenna gegn Póllandi

9.9.2003

A-landslið kvenna mætir Pólverjum í undankeppni EM laugardaginn 13. september næstkomandi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 16:00. Íslenska liðið beið lægri hlut gegn Frökkum á mánudag, en getur með sigri á Pólverjum komist upp að hlið Rússa sem eru í efsta sæti riðilsins. Helena Ólafsdóttir, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahóp Íslands.

Hópurinn | Dagskrá


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög