Landslið

Upp um 8 sæti á styrkleikalista FIFA

24.9.2003

A landslið karla hækkar um 8 sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í dag, er nú í 48. sæti og í því 27. meðal Evrópuþjóða. Íslenska liðið hefur því hækkað um alls 10 sæti frá því í desember 2002, en var reyndar í 70. sæti í maí á þessu ári og hefur því klifrað hratt upp listann síðan í vor. Staða þriggja efstu liða á listanum er óbreytt, Brasilíumenn eru efstir, Frakkar í öðru sæti og Spánverjar í því þriðja. Þjóðverjar eru í 9. - 10. sæti, hækka sig um eitt sæti milli mánaða.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög