Landslið

EM U17 karla - Markalaust í fyrsta leik Íslands

18.9.2002

U17 landslið karla gerði í dag markalaust jafntefli við Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppni EM, en leikurinn fór fram á Akranesvelli. Ísraelar voru heldur sterkari aðilinn í leiknum, en hvorugu liði tókst þó að skapa sér mikið af færum. Í hinum leik riðilsins lagði Sviss Armeníu með tveimur mörkum gegn einu. Næsta umferð fer fram á föstudag, en þá mæta Íslendingar liði Sviss á Keflavíkurvelli.

Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael

Markvörður: Jóhann Sigurðsson.

Varnarmenn: Kristján Hauksson, Kjartan Breiðdal, Kristinn Darri Röðulsson og Sigurbjörn Ingimundarson.

Tengiliðir: Ragnar Sigurðsson, Hilmar Arnarsson, Hafþór Vilhjálmsson, Ingólfur Þórarinsson og Þórður Hreiðarsson.

Framherji: Hjálmar Þórarinsson (fyrirliði).


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög