Landslið

U19 karla: 2 - 0 ósigur gegn Englandi

1.10.2001

U19 landslið karla tapaði í kvöld, 2-0, í vináttulandsleik gegn liði Englands í York. Leikurinn var liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM, sem fram fer í Tékklandi í næstu viku. Íslenska liðið lék ágætlega í leiknum, sér í lagi í fyrri hálfleik þegar liðið misnotaði vítaspyrnu og nokkur önnur góð tækifæri til að skora. Lið Englands gerði bæði mörkin í seinni hálfleik.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög