Landslið

U21 karla leikur í Óðinsvéum

5.10.2001

U21 landslið karla leikur gegn Dönum í undankeppni EM í Óðinsvéum í dag og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið nær 3. sæti í riðlinum, takist því að leggja Dani. Sigurður Grétarsson, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt hverjir munu hefja leikinn fyrir Íslands hönd. Þess má geta að Bjarni Guðjónsson, fyrirliði U21 karla, mun bæta landsleikjametið í aldursflokknum þar sem leikurinn í dag verður hans 20. í röðinni.

Byrjunarliðið

Markvörður: Ómar Jóhannsson.

Varnarmenn: Reynir Leósson, Hjálmar Jónsson, Indriði Sigurðsson og Eggert Stefánsson.

Tengiliðir: Baldur Aðalsteinsson, Matthías Guðmundsson, Helgi Valur Daníelsson og Stefán Gíslason.

Framherjar: Bjarni Guðjónsson (fyrirliði) og Orri Hjaltalín Óskarsson.

U21 hópurinn | Dagskrá


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög