Landslið

Tap í Óðinsvéum

5.10.2001

U21 lið karla tapaði 4-0 gegn Danmörku í undankeppni EM í kvöld, en leikið var í Odense. Danirnir komust yfir með marki á 26. mínútu og leiddu 1-0 í leikhléi. Þeir bættu síðan við marki á 62. minútu út vítaspyrnu og Peter Løvenkrands, leikmaður Glasgow Rangers, tryggði Danmörku öruggan sigur með tveimur mörkum, á 76. og 79. mínútu. Tékkar völtuðu yfir Búlgari 8-0 og Malta gerði jafntefli við Norður-Írland, þannig að Ísland hafnaði í 4. sæti riðilsins með 11 stig.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög