Landslið

EM U19 kvenna í Rússlandi

11.10.2001

U19 landslið kvenna leikur í undankeppni EM, sem fram fer í Rússlandi dagana 10.-16. október næstkomandi. Stúlkurnar sigruðu í forkeppni sem haldin var í Búlgaríu í síðasta mánuði og unnu sér þar með þátttökurétt í undankeppninni, en í riðlinum eru einnig Rússland, Bosnía-Herzegovina og Belgía.

Í dag léku stúlkurnar við lið Bosníu-Herzegovina. Ísland sigraði í leiknum 6 - 0. Staðan í hálfleik var 5 - 0.

Mörk Íslands:

2. mín. Margrét Lára Viðarsdóttir

6. mín. Dóra Stefánsdóttir

13.mín. Margrét Lára Viðardóttir

45. mín Pála Marie Einarsdóttir

45. mín. Guðrún Soffía Viðardóttir

75. mín. Dóra María Lárusdóttir

Byrjunarliðið

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Aðrir leikmenn: Bjarnveig Birgisdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Elfa Ásdís Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðardóttir, Sólveig Þórarinsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Ásta Árnadóttir og Guðrún Soffía Viðarsdóttir.

Næsti leikur liðsins er á laugardag við Belgíu, en Belgía sigraði Rússa í dag 4 - 1.

Hópurinn | Dagskrá


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög