Landslið

Landsliðið leggur krabbameinsfélaginu lið

26.10.2001

Nú er að ljúka sérstökum árveknismánuði um brjóstakrabbamein. Margir hafa lagt Krabbameinsfélaginu lið við að vekja athygli á þessu brýna málefni, þar á meðal íslenska landsliðið í knattspyrnu.

Þessi mynd var tekin á lokaæfingu fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni HM, sem fram fór á Parken fyrr í mánuðinum. Þá voru allir leikmennirnir með tákn átaksins, bleika slaufu, í barminum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög