Landslið

Landsliðshópur Króata

15.3.2005

Zlatko Kranjcar, landsliðsþjálfari Króata, hefur úr stórum leikmannahópi að velja og er ljóst að þeir leikmenn sem valdir voru í hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi 26. mars og Möltu fjórum dögum síðar eru margir hverjir í hæsta gæðaflokki.

Igor Tudor, Robert Kovac, Marko Babic, Niko Kovac, Jurica Vranjes, Dado Prso og Ivan Klasnic eru á meðal sterkustu leikmanna Króata og eru þeir allir í hópnum fyrir leikina tvo. Að auki valdi Kranjcar son sinn, Nico, í hópinn, en hann þykir efnilegasti leikmaður Króatíu í dag. Stipe Pletikosa, sem varið hefur mark liðsins undanfarin misseri, er ekki valinn að þessu sinni þar sem hann hefur misst sæti sitt í úkraínska liðinu Shaktar Donetsk.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög