Landslið

Brasilíumenn einfaldlega of sterkir

8.3.2002

Brasilíumenn sýndu sannkallaða sambatakta þegar þeir lögðu Ísland í vináttulandsleik í Cuiabá í gærkvöldi, 6-1, fyrir framan 50.000 áhorfendur. Íslenska liðið átti aldrei möguleika gegn afar sprækum Brössum, sem gerðu sex mörk áður en Grétari Rafni Steinsyni tókst að minnka muninn, í sínum fyrsta landsleik, 15 mínútum fyrir leikslok. Árni Gautur Arason varði eins og berserkur í markinu, þrátt fyrir mörkin sex, en auk þess smullu nokkur skot í markstöngum íslenska liðsins, sem mátti sín lítils gegn mjög sterku liði heimamanna.

Lið Íslands: Árni Gautur Arason, fyrirliði (Ólafur Þór Gunnarsson 84.) - Sævar þór Gíslason (Guðmundur Steinarsson 84.), Gunnlaugur Jónsson, Ólafur Örn Bjarnason, Hjálmar Jónsson - Baldur Aðalsteinsson, Þórhallur Dan Jóhannsson (Þorvaldur Makan Sigbjörnsson 58.), Ólafur Stígsson, Einar Þór Daníelsson (Grétar Rafn Steinsson 58.), Haukur Ingi Guðnason, Grétar Hjartarson (Sigurvin Ólafsson 64.).


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög