Landslið

Gunnar Heiðar og Ásthildur valin best

30.6.2003

Í hádeginu í dag, mánudag voru kynntar niðurstöður og afhentar viðurkenningar vegna umferða 1-6 í Landsbankadeild karla og umferða 1-7 í Landsbankadeild kvenna, en fjölmiðlar kusu lið, leikmann, þjálfara og dómara fyrstu 6 umferðanna í karladeildinni, og lið, leikmann og þjálfara fyrri 7 umferðanna í kvennadeildinni.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Ásthildur Helgadóttir voru valin bestu leikmenn umferðanna, Ólafur Jóhannesson og Vanda Sigurgeirsdóttir voru valin bestu þjálfararnir og Kristinn Jakobsson var valinn besti dómarinn í Landsbankadeild karla. Sams konar viðurkenningar verða veittar fyrir umferðir 7-12 og 13-18 í Landsbankadeild karla, og fyrir umferðir 8-14 í Landsbankadeild kvenna.

Nánar


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög