Landslið

U21 kvenna: Vináttulandsleikur gegn Finnum

12.6.2002

Ákveðið hefur verið að U21 lið kvenna muni leika vináttulandsleik gegn Finnum 2. júlí næstkomandi, sama dag og Norðurlandamót U17 landsliða kvenna hefst hér á landi. Leikurinn fer fram á Selfossvelli og hefst kl. 20:00. Ísland og Finnland hafa fjórum sinnum áður mæst í U21 kvenna og hafa báðar þjóðir unnið tvo leiki.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög