Landslið

Níu úr brasilíska hópnum léku gegn Íslandi

26.6.2002

Í leikmannahópi Brasilíumanna, sem nú eru komnir í úrslitaleik HM, eru 9 leikmenn sem léku gegn Íslandi í brasilísku borginni Cuiabá í mars síðastliðnum. Þessir leikmenn eru markverðirnir Marcos og Rogerio Ceni, varnarmennirnir Belletti og Anderson Polga, tengiliðirnir Gilberto Silva, Kleberson og Vampeta, og framherjarnir Kaká og Edilson. Brasilíumenn léku einnig gegn Íslandi fyrir HM 1994, þegar þeir urðu síðast heimsmeistarar, og spennandi verður að sjá hvort þeir endurtaki leikinn nú.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög