Landslið

Styrkleikalisti FIFA

7.7.2004

Ísland hefur fallið um 10 sæti á styrkleikalista FIFA frá því í júní og er nú í 75. sæti ásamt Perú, en keppnin um Suður-Ameríkubikarinn hófst þar í landi í gær. Engar breytingar eru á efstu þremur sætum listans, Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, Frakkar í öðru sæti og Spánverjar í því þriðja. Nýbakaðir Evrópumeistarar Grikkja hækka um 21 sæti frá því í júní og eru nú í 14. sæti.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög