Landslið

A kvenna - Hefðbundinn undirbúningur fyrir leikinn gegn Slóvenum

Leikið gegn Slóvenum, föstudaginn 6. apríl

4.4.2018

Kvennalandsliðið er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir leik gegn Slóveníu í undankeppni HM en leikið verður í Lendava á föstudaginn.  Liðið æfði í gær og framundan er hefðbundinn dagur með æfingu og fundum.

Ástandið á leikmannahópnum var gott, þrátt fyrir langt ferðalag daginn áður og tóku allir leikmenn þátt í æfingunni í gær.

Æfingavöllurinn ber þess merki að veðurfarið hefur verið rysjótt á meginlandi Evrópu, völlurinn heldur illa farinn eftir mikla vætutíð.  Á morgun verður svo æft á keppnisvellinum í Lendava, völlur sem tekur rúmlega 2.000 manns í sæti, en íslenska liðið lék þar fyrir þremur árum.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV á föstudaginn en leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tímia.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög