Landslið

U17 kvenna - Sigur í síðasta leiknum

Höfnuðu í öðru sæti í milliriðlinum á eftir Þjóðverjum

28.3.2018

Stelpurnar í U17 lögðu í dag Asera í lokaleik liðsins í milliriðli fyrir EM en riðillinn var leikinn í Þýskalandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland sem leiddi, 2 - 0, í leikhléi.


Það var Arna Eiríksdóttir sem skoraði fyrstu tvo mörk Íslands og komu þau bæði eftir hornspyrnur frá Karólínu Vilhjálmsdóttur.  Karólína Jack bætti svo þriðja markinu við, snemma í síðari hálfleik.  Aserar minnkuðu muninn um miðjan hálfleikinn og var þar sjálfsmark íslenska liðsins.

Ísland endaði því í öðru sæti riðilsins á eftir gestgjöfunum í Þýskalandi, sem lögðu Íra í dag, 2 - 0.  Þýskalandi tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Litháen nú í maí.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög