Landslið

U17 kvenna - Ísland mætir Aserbaídsjan á miðvikudag

Síðasti leikur liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018

27.3.2018

U17 ára lið kvenna mætir á miðvikudag Aserbaídsjan í síðasta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. 

Leikurinn hefst klukkan 10:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Þýskalandi. 

Ísland vann Írland í fyrsta leik sínum 2-1, en tapaði síðan fyrir Þýskalandi 1-3. Með sigri í leiknum endar liðið því í öðru sæti, en liðið með bestan árangur í 2. sæti yfir alla riðlana fer einnig áfram í úrslitakeppnina. 

Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á vef UEFA: 

Vefur UEFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög