Landslið
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Þjóðverjar höfðu betur

Leikið gegn Aserum á miðvikudaginn

25.3.2018

Stelpurnar í U17 biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Þýskalandi í dag í milliriðlum EM en leikið er einmitt í Þýskalandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 eftir að heimastúlkur höfðu leitt, 1 - 0,  í leikhléi.


Vitað var fyrifram að um erfiðan leik væri að ræða enda þýska liðið mjög sterkt.  Sú var og raunin og þrátt fyrir mikla baráttu íslenska liðsins voru það heimastúlkur sem réðu ferðinni í leiknum.  Þær komust yfir á 15. mínútu og bættu svo við mörkum á 47. og 61. mínútu.  Það var svo Diljá Ýr Zomers sem minnkaði muninn, sex mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Í hinum leik riðilsins voru það Írar sem lögðu Asera, 1 - 0 og eru því Ísland og Írland bæði með 3 stig, eftir tvær umferðir.  Þjóðverjar eru með sex stig og standa vel að vígi en efsta þjóðin tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Litháen í maí.  Ísland leikur lokaleik sinn í riðlinum gegn Aserum, næstkomandi miðvikudag.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög