Landslið
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland upp um eitt sæti

Ísland í 19 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA

23.3.2018

Íslenska kvennalandsliðið er í 19. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Fer liðið upp um eitt sæti frá síðasta lísta en af Evróipuþjóðunum er Ísland í 11. sæti.  Bandaríkin eru í efsta sæti listans en England, sem hefur sætaskipti við Þýskaland, er í öðru sæti.


Af mótherjum Íslendinga í undankeppni HM  eru Færeyjar í 74. sæti, Slóvenía í 62. sæti, Tékkland í 33. sæti og Þýskaland í 3. sæti.  Þetta er einungis í þriðja skipitð, síðan styrkleikalisti FIFA kvenna hóf göngu sína árið 2003, sem Þýskaland er ekki í öðru af tveimur efstu sætunum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög