Landslið

A karla - Ísland mætir Mexíkó í dag á Levi's Stadium

Leikurinn hefst klukkan 02:00 að íslenskum tíma

22.3.2018

A landslið karla mætir Mexíkó i dag, en leikurinn fer fram á Levi's Stadium í San Fransisco og hefst hann klukkan 02:00 aðfararnótt laugardags að íslenskum tíma.

Strákarnir æfðu í gær á vellinum, en hann er gríðarstór og tekur rúmlega 68 þúsund manns í sæti. Á blaðamannfundi daginn fyrir leik var tilkynnt að rúmlega 60 þúsund miðar væru nú þegar seldir. Það er því líklegt að völlurinn verður fullur þegar leikurinn hefst.

Þetta er í fjórða sinn sem liðin mætast, en tveir leikir hafa endað með jafntefli og Mexíkó hafa unnið einn. Liðin mættust síðast 9. febrúar 2017, en Mexíkó vann hann 1-0.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög