Landslið

U21 karla - Hópurinn sem spilar við Norður Írland og Írland

Átta nýliðar

16.3.2018

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem leikur gegn Norður Írlandi og Írlandi 22. og 26. mars næstkomandi. 

Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson spila einungis leikinn gegn Norður Írlandi, en þeir eru báðir í hóp A landsliðs karla fyrir leikinn gegn Mexíkó.

Í hópnum eru átta nýliðar, sem eru einnig gjaldgengir í næsta U21 lið.

Þeir eru Daði Freyr Arnarsson, Arnór Sigurðsson, Arnór Breki Ástþórsson, Guðmundur Andri Tryggvason, Kristófer Ingi Kristinsson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Stefan Alexander Ljubicic og Torfi Tímoteus Gunnarsson.

Leikurinn gegn Írlandi fer fram á Tallaght vellinum 22. mars og er um að ræða vináttuleik. 

Leikurinn gegn Norður Írlandi fer fram á The Showgrounds 26. mars, en hann er liður í undankeppni EM 2019.

Írland og Ísland hafa mæst tvisvar áður og hefur Ísland unnið báða leikina 1-0.

Norður Írland og Ísland hafa mæst sex sinnum. Ísland hefur unnið fjóra leiki, Norður Írland einn og einn leikur hefur endaði með jafntefli. Stærsti sigur Íslands á Norður Írum var einmitt á Showgrounds vellinum og fór hann 6-2. Mörkin skoruðu Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson, Bjarni Þór Viðarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Rúrik Gíslason.

Markmenn Fæddur Leikir Mörk Fyrirliði Félag
Sindri Kristinn Ólafsson 190197 8     Keflavík
Aron Snær Friðriksson 290197 1     Fylkir
Daði Freyr Arnarsson 230998       Vestri
           
Aðrir leikmenn          
Albert Guðmundsson 150697 12 3 8 PSV
Alfons Sampsted 060498 9 1   Norrköping
Hans Viktor Guðmundsson 090996 9 1   Fjölnir
Óttar Magnús Karlsson 210297 9 1   Molde
Júlíus Magnússon 280698 8     Heerenveen
Tryggvi Hrafn Haraldsson 300996 8 1   Halmstad
Samúel Kári Friðjónsson 220296 7     Valerenga
Felix Örn Friðriksson 160399 6     ÍBV
Orri Sveinn Stefánsson 200296 5     Fylkir
Grétar Snær Gunnarsson 080197 4     FH
Ari Leifsson 190498 3     Fylkir
Aron Már Brynjarsson 041198 2      
Mikael Neville Anderson 010798 2     Vendsyssel
Arnór Sigurðsson 150599       Norrköping
Arnór Breki Ásþórsson 080298       Fjölnir
Guðmundur Andri Tryggvason 041199       Start
Kristófer Ingi Kristinsson 070499       Willem II
Kolbeinn Birgir Finnsson 250899       Groningen
Stefan Alexander Ljubicic 051099       Brighton
Torfi Tímoteus Gunnarsson 310199       Fjölnir

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög